Ég ákvað að byrja bara fyrst enginn hefur sett neitt hérna inn
Vonandi verður þetta virkt spjall
Ég er tiltölulega nýbúin að eignast mitt fyrsta barn, og á því græddi ég líka nokkur aukakíló sem ég ætla nú að losa mig við
Áður en ég varð ólétt þurfti ég aldrei að hafa áhyggjur af þyngdinni, því að sama hvað ég borðaði þá fitnaði ég ekki neitt svo að sjálfsögðu var ég alltaf í sukkfæðinu fyrst ég þurfti ekkert að spá í matarræðinu!
En núna ætla ég mér að breyta lífstílnum
Ég var að byrja í fjarþjálfun fyrir rúmri viku síðan og hef síðan þá mætt í ræktina á hverjum degi og er búin að taka mataræðið mitt í gegn
Markmið mitt er að missa að minnsta kosti 10 kg, byggja upp vöðvamassa og einfaldlega komast í gott form.
Hef prófað nokkrar "skyndilausnir" sem auðvitað hafa ekki virkað neitt, svo nú ákvað ég að gera þetta bara af alvöru.
Var mjög erfitt að koma sér í að mæta í ræktina fyrst, en um leið og þetta kemst í smá rútínu þá verður þetta auðveldara og auðveldara með hverjum deginum, og nú er svo komið að mig hlakkar til að mæta í ræktina á hverjum degi
Mér líður líka miklu betur, hef meiri orku og er hressari eftir að ég fór að borða hollt, reglulega og minna í einu en ég var mjög dugleg við að borða alltof sjaldan yfir daginn og þegar ég svo loks borðaði þá hámaði ég í mig þangað til ég var alveg að springa.
Ég vigta mig og mæli á hverjum mánudagsmorgni og svo tók ég "fyrir" myndir af mér í byrjun og tek svo á 4 vikna fresti myndir til þess að geta borið saman og séð árangurinn
Ég veit ekki hvað ég get sagt ykkur meira, en þetta er örugglega komið fínt í bili.
Hlakka til að vera með ykkur hérna á þessu spjalli - vonandi verð ég ekki bara ein hérna, tíhí!