- Kubbur skrifaði:
- Veit ekki hvort þetta sé bara ætlað þeim sem eru einkaþjálfarar eða fyrir alla ?
En ég er með spurningu sem tengist einkaþjálfurum.
Mig langar að forvitnast bæði um einkaþjálfara og fjarþjálfun.
Hvað kostar þetta og hver er munurinn.
Hafið þið farið til margra einkaþjálfara hvort sem það er fjarþjálfun eða bara einkaþjálfun ? Afhverju hættuð þið osfr.
Gaman væri að fá að heyra frá einhverjum sem hefur farið í bæði og getur komið með innsýn í það hvort er betra og þess háttar.
Einnig væri mjög gaman að fá innsýni frá einkaþjálfurum um þetta
ég var í fjarþjálfun hjá Telmu (fitubrennsla.is) í haust.. tók reyndar bara einn mánuð hjá henni. Mér fannst alveg yndislegt að vera hjá henni en ég hætti útaf því að allt gékk á afturfótunum hjá mér.
daginn áður en ég byrjaði hjá henni lenti ég í bílsslysi og tognaði í baki. læknirinn á bráðamóttökunni sagði við mig að ég ætti að halda áfram að hreyfa mig svo ég hélt áfram. nema hvað viku eftir að ég byrjaði hjá telmu þá fékk ég beinhimnubólgu og gat lítið skokkað eða annað, gat bara lyft.. síðan þegar beinhimnubólgan var að minnka fékk ég haustpestina. varð fárveik í viku og var svo aðra viku að jafna mig almennilega.
síðan byrjaði ég að fara í hreyfingu og ákvað að hætta hjá telmu útaf því að mér fannst hálf leiðinlegt að þurfa að keyra allta leið út í hafnafjörð í viðtal hjá henni en vera í líkamsrækt í bænum.
núna er ég nýbúin að fá mér nýjan fjarþjálfara sem er í hreyfingu. Árný heitir hún. Hlakka til að byrja
ég borgað 10þúsund fyrir fyrsta mánuðinn hjá Telmu en ég borga 8þúsund hjá Árný