Jæja þá ætla ég að koma með mín markmið, ég er s.s. ein af þeim sem gleymi að borða... Ég á 3 lítil börn og missti mjög mörg kíló eftir báðar fæðingarnar mínar sem héldust ekki af heldur bætti ég þeim öllum á mig aftur og þó nokkrum fleiri til viðbótar.
Ég er 172cm og 105kg, hef verið í hálfgerðri afneytun um það að ég sé eitthvað feit, bara pínu chubby... En ég fer í gegnum allan daginn kannski án þess að borða neitt og háma svo í mig í kvöldmatnum og er að borða á kvöldin. Ég ætla að byrja að taka mataræðið mitt í gegn og hreyfa mig svo eitthvað á hverjum degi.
Mitt takmark er að ná að vera á milli 70 - 75 kg held ég plummi mig vel þar.