Hæhæ
Ég er 166 cm og 67 kg og langar að minnka fituprósentu og bæta á mið vöðvum og tóna líkamann.
Ég hef aldrei verið svona þung og finnst ég öll mjög slöpp, en ætla mér að laga það.
Ég er mesti nammigrís sem finnst og mér finnst mjög erfitt að hætta í namminu, en ég ætla að leyfa mér 1x í viku (en þá er ég ekki að tala um að kaupa fyrir 1000 kall á nammibarnum á laugardögum) heldur bara smá til að slá á þörfina.
Ég er líka algjör pepsi fíkill og get auðveldlega drukkið 2 lítra á dag. En ég er ekki búin að drekka gos í 11 daga núna og er mjög stolt af því. Hef ekki einu sinni löngun.
Þegar mig langar í eitthvað rosa óhollt þá hugsa ég bara "ég vil vera grönn" og þá langar mig ekki í það lengur. Virkar ótrúlega vel
Annars finnst mér mjög erfitt að finna eitthvað hollt að borða á hverjum degi í allar máltíðir, sérstaklega kvöldmat, þar sem kallinn minn vill ekki salöt og súpur og svona og ég hef einfaldlega ekki efni á að hafa alltaf tvöfaldan kvöldmat. En þetta reddast