|
|
|
| Nú er komið að lífsstílsbreytingu hjá mér. | |
| | Höfundur | Skilaboð |
---|
Kubbur
Fjöldi innleggja : 17 Join date : 07/02/2012
| Efni: Nú er komið að lífsstílsbreytingu hjá mér. Mán Sep 03 2012, 17:18 | |
| Ég ætla að prufa þetta forum og sjá hvort það haldi mér við efnið, ég ætla að gera fyrstu mælingar og þannig á morgun 04.08.2012 (fyrramálið) Það fyrsta sem ég ætla að gera er að breyta mataræðinu hjá mér og hreyfingin sem ég ætla að stunda til að byrja með er útihlaup, magaæfingar og armbeygjur. Fjárhagurinn leyfir ekki kort í ræktina akkurat núna Hérna inn mun ég setja myndir (reyna að gera það vikulega) og allar mælingar sem ég mun gera. Einnig mun ég setja inn hvað ég er að borða og kannski einhverjar pælingar sem ég er að spá í Það væri frábært ef þið mynduð hjálpa mér eins og t.d ef þið sjáið eitthvað sem ég er að gera vitlaust þá getið þið bent mér á það Eða bara hvetja mig áfram ( alltaf gott af finnast eins og einhver sé að fylgjast með manni og hvetja mann ) Kær kveðja, Kubbur | |
| | | Kubbur
Fjöldi innleggja : 17 Join date : 07/02/2012
| Efni: Dagur 1 Þri Sep 04 2012, 10:48 | |
| Jæja þá er dagur 1 hafinn, ég er búinn að gera mælingar og taka fyrstu myndirnar.. Úfffff... Nú bara verð ég að taka mig á. Markmiðið er að missa 0,5 - 1 kg á viku. Hérna koma tölurnar. 04-09-2012 Hæð: 172 cmÞyngd: 91,6 kg Brjóstkassi: 114 cm Magi: 107 cm Mitti: 99 cm Og hérna koma myndirnar: Framan: Aftan: Hlið: Eins og sést vel á þessum myndum þá á ég langt í land en þetta mun hafast, ég verð bara að vera ákveðinn og vita að allt þetta erfiði er í hausnum á mér og ég verð að hugsa ekki of mikið um það. Svo í kvöld skrái ég inn æfingar og matarræðið mitt..... Bestu kveðjur, Kubbur | |
| | | Qid Admin
Fjöldi innleggja : 13 Join date : 02/02/2012
| Efni: Flott framtak ! Þri Sep 04 2012, 11:32 | |
| Flott framtak hjá þér.
Ég mun fylgjast vel með !
Gangi þér rosalega vel,
Kv. Qid | |
| | | Kubbur
Fjöldi innleggja : 17 Join date : 07/02/2012
| Efni: Re: Nú er komið að lífsstílsbreytingu hjá mér. Þri Sep 04 2012, 22:31 | |
| - Qid skrifaði:
- Flott framtak hjá þér.
Ég mun fylgjast vel með !
Gangi þér rosalega vel,
Kv. Qid Takk fyrir Nú er komið að því að skrá inn matarræðið og æfingarnar. Matarræði:Morgunmatur:Próteinshake í vatn og haframjöl. Morgunkaffi: Hámark, vanillu. Hádegismatur: 2 Fitty samlokur með 26% osti og skinku. 1 Fitty brauðsneið með klípu og ost. Síðdegiskaffi: Hámark, vanillu. Kvöldmatur: Súpa frá Qid á þessari síðu Qid Súpa ! og bætti bbq kjúkling út í. Kvöldsnarl: Fæ mér próteinshake í vatn. Æfing:Útihlaup 3.15 km. 50 armbeygjur og 50 magaæfingar. Ég er mjög sáttur við þennan dag, jafnvel þótt ég hafi borðað allt of mikið af brauði í hádeginu, ég var bara svo svangur. Það er orðið svo langt síðan ég borðaði svona lítið fyrripart dags. Kv. Kubbur | |
| | | Kubbur
Fjöldi innleggja : 17 Join date : 07/02/2012
| Efni: Re: Nú er komið að lífsstílsbreytingu hjá mér. Fim Sep 06 2012, 13:07 | |
| Jæja ég gleymdi að skrá inn gærdaginn, eða reyndar mundi ég það þegar ég var kominn upp í rúm og nenni ekki fram úr aftur Dagurinn í gær var fínn. Svona leit hann út. Matarræðið:Morgunmatur: Próteinshake í vatn og haframjöl. Morgunkaffi: Hámark, vanillu. Hádegismatur: Samloka (heimilisbrauð) með ost, túnfisk og tómat. Borðaði svo afganginn af túnfisknum. Kvöldmatur: Sama og í gær. Súpa frá Qid á þessari síðu Qid Súpa ! og bætti bbq kjúkling út í.. Um að gera að nýta afganga. Kvöldkaffi: 1 gylltur Lite bjór. Æfingar:Útihlaup 4 km. Ég er mjög sáttur við daginn. Ástæðan fyrr því að ég fékk mér einn bjór er vegna þess að mig langaði svo í bjór, var bara að slaka á fyrir framan imbann og lét það eftir mér. Þetta mun gerast stundum Ég er líka í lífsstílsbreytingu en ekki megrun eða neitt því um líkt og þar af leiðandi mun ég ekki hætt að drekka bjór eða borða brauð og þannig bara gæta þess að gera það í miklu hófi. Ég mæli ekki með þessari samloku sem ég fékk mér, það var ekkert varið í hana. P:S ég er ekki að drekka Lite bjór vegna þess að ég er að reyna að létta mig, mér finnst hann bara svo góður Mbk, Kubbur | |
| | | Kubbur
Fjöldi innleggja : 17 Join date : 07/02/2012
| Efni: Dagur 3. Fim Sep 06 2012, 22:15 | |
| Þá er farið að styttast í að 3 dagurinn klárist Hérna kemur þetta: Matarræði.Morgunmatur: 2 Weetabix með fjörjmólk Morgunkaffi: Skyrdrykkur með jarðaberjabragði. Hádegismatur: 2 Indverskar pönnukökur frá Móðir náttúru. Síðdegiskaffi: Hámark, vanillu og banani. Kvöldmatur: Hakkréttur með tómatasúpunni, bætti eggaldin, papríka og sveppir. 2 brauðsneiðar með tómatsósu og rifnum ost í ofninum. Kvöldkaffi: Fæ mér próteinshake í vatn. Æfingar: Útihlaup 3 km. 50 armbeygjur, 50 magaæfinar og planki (framan og báðarhliðar) Flottur dagur, ég er mjög sáttur við þennan dag, fyrir utan það að ég er búinn að vera óvenjulega þreyttur, veit ekki hvort það sé út af þessu breytta matarræði. Það væri gaman ef einhverjir myndu hjálpa mér með því að hvetja mig og kannski hjálpa mér með einhverjar létta uppskriftir Kv. Kubbur | |
| | | Kubbur
Fjöldi innleggja : 17 Join date : 07/02/2012
| Efni: Dagar 4,5,6 Mán Sep 10 2012, 13:29 | |
| Jæja þá er helgin búin. Og ég stóð mig ekki vel, skráði ekki inn matinn og var ekki að borða holt. Þetta gerist mjög oft hjá mér þegar ég ætla mér að komast í form þá gerist eitthvað og ég einhvernveginn næ að klúðra því. En ég fór samt og labbaði upp á Úlfarsfell og hljóp rúmlega 2 km á í gær (sunnudag) Það er svo pirrandi að detta svona niður af vagninum en ég er ákveðinn í að fara strax aftur upp á hann og halda áfram. Ég hreinlega veit ekki afhverju þetta varð allt í einu svona erfitt, tala nú ekki um að það gerist eftir svona stuttan tíma. En ég verð bara að hætta að hugsa um þetta og halda áfram að breyta lífsstílnum mínum. Núna t.d langar mig í eitthvað sætt og gos en ég verð að muna það að ég þarf það ekki þetta er bara eitthvað í hausnum á mér. Koma svo !!! Kubbur | |
| | | Sponsored content
| Efni: Re: Nú er komið að lífsstílsbreytingu hjá mér. | |
| |
| | | | Nú er komið að lífsstílsbreytingu hjá mér. | |
|
Similar topics | |
|
| Permissions in this forum: | Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum
| |
| |
| |