Mig langar að koma með uppskrift sem ég nota mjög mikið. Ég bý alltaf til súpu sem dugar mér og konunni í nokkra daga.
4 dósir diced tómatar (euroshop),
1-2 pokar af gulrótum,
2-3 laukar,
4-5 grænir chili (tek fræin úr)
4-5 stilkar af sellerí,
2 matskeiðar af grænmetis kraft (frá Sollu)
Salt og pipar.
500 ml vatn.
Læt suðuna koma upp og lækka svo hitan. Læt malla í c.a 1 -1,5 tíma. Leyfi þessu svo að kólna, svo fer ég með töfrasprotann og hakka allt niður, þá verður súpan þykkari.
Skammturinn sem ég fæ mér er um 400g í það bæti ég við annað hvort kjúkling eða hakk. Svo sýrðum rjóma, avókató og stundum smá 11% ost. Einnig er þetta bara gott eitt og sér.
Þetta er frábær matur og mjög hollur. (svo lengi sem þú passar skammtastærðina)