Efni: Hvaða æfingarprógram hentar ? Mán Feb 06 2012, 10:59
Hérna er gott að spjalla um hvaða æfingarprógram þið notið og spyrjast fyrir.
Ertu að æfa hvern vöðvahóp í einu t.d mán=hendur, þrið=fætur o.s.fr eða ertu með skipt á milli efri hluta líkamans og neðri hluta líkamans? Ertu að æfa 1 sinni í viku eða oftar ?
T.d
"Ég er með markmið að ná af mér 10 kg fitu og bæta á mig 5 kg af vöðvum, hvaða æfingarprógram myndi henta mér best ?"
Best er að taka fram hæð og þyngd, taka fram hve oft í viku þið getið æft og svo framvegis.
Erna
Fjöldi innleggja : 4 Join date : 21/02/2012
Efni: Re: Hvaða æfingarprógram hentar ? Fös Feb 24 2012, 20:20
Ég æfi x 5 aðrahverja viku en 3x hina vikuna. Ég er 171 cm á hæð og 60 kg og er að reyna að þyngja mig s.s. vöðvamassa. Ég léttist um 18 kg á tæpum 2 árum (hætti að borða sælgæti alveg fyrir 9 mánuðum) og tók út mest hvítt hveiti og reyni að borða frekar heilhveiti, hvít grjón út fyrir brún og hvítt pasta út fyrir heilhveiti. Ég á erfitt með að borða ýmsan mat og sykur vegna magavesens;)
Ég lyfti x 3 þá viku sem ég æfi 5 x og er í Tabata hin tvö skiptin en lyfti 2 og 1x tabata vikuna sem ég æfi x3. Flókið
Ég lyfti efri og svo næsta æfing efri osfrv....
Er samt ekki alveg að ganga nógu vel hjá mér en er farin að borða meira og það hefur skánað
Ég er nýbyrjuð í fjarþjálfun. Eða búin að vera viku núna.
Ég æfi sem sagt 4 sinnum í viku. Það er neðri líkami, efri líkami, neðri sem sagt til skiptis og svo í fjórða hvert skipti fer ég í brennslu og hleyp þá í 45mín - 1 klst. eða eitthvað annað tæki svo sem skíði o.s.frv.
Ég er nýbyrjuð í fjarþjálfun. Eða búin að vera viku núna.
Ég æfi sem sagt 4 sinnum í viku. Það er neðri líkami, efri líkami, neðri sem sagt til skiptis og svo í fjórða hvert skipti fer ég í brennslu og hleyp þá í 45mín - 1 klst. eða eitthvað annað tæki svo sem skíði o.s.frv.
Sæl,
Hjá hverjum ertu í fjarþjálfun ? Hvernig hefur það gengið fyrir sig ? Ertu farinn að sjá mikin mun ?